Hagnaður fasteignafélagsins Eik jókst í 1,96 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins úr 200 milljónum króna á sama tíma fyrir ári að því kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 509 milljónum á tímabilinu, samanborið við 426 milljónir á sama tíma fyrir ári.

Arðsemi eiginfjár nam 362% á tímabilinu samanborið við 24,3% á sama tíma fyrir ári.

Heildareignir jukust í 17,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins úr 14,7 milljarða króna.

Eigið fé var þrír milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 1,8 milljarða króna fyrir ári.

Handbært fé frá rekstri var 81,1 milljón króna tímabilinu, samanborið við 241,6 milljónir á sama tíma fyrir ári.

Fyrstu sex mánuðir ársins voru þeir hagsælustu í sögu fyrirtækisins, segir í tilkynningu. Leigutekjur jukust hlutfallslega meira en kostnaður, sem er afleiðing mikillar eftirspurnar eftir leigueiningum félagsins.

Endurspeglar það sterka stöðu félagsins á fasteignamarkaðinum. Hækkun leigutekna leiddi til hækkunar á virði fasteigna félagsins, en hækkun á virði fasteigna er færð í rekstrarreikning.

Virðisútleiguhlutfallið er nú rétt tæp 100% og framtíðarhorfur því bjartar.

Í apríl mánuði seldi Kaupþing banki hf. félagið til Eikarhalds ehf., sem er í eigu FL Group hf., Baugs
Group hf., Saxbyggs ehf. og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf.