Hagnaður evrópsku kauphallarinnar Euronext nam 77,4 milljónum evra (6,95 milljarða króna) á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 71,2 milljón evru (6,4 milljarða króna) hagnað á sama tímabili í fyrra, en það er 8,7% aukning, segir í frétt Dow Jones.

Tekjur kauphallarinnar jukust um 12%, en mikil aukning hefur verið í viðskiptum í kauphöllinni.

Sérstakur hluthafafundur verður haldinn í desember, þar sem meðal annars verður kosið um fyrirhugaðan samruna við kauphöllina í New York (NYSE), en dagsetning var þó ekki gefin upp.

Greiningaraðilar telja að þrátt fyrir að einhverjir hluthafar hafi mótmælt samrunanum áður, muni hann verða samþykktur þar sem hlutabréf í NYSE hafa hækkað talsvert síðan tilboðið var lagt fram, sem geri það mun hagstæðara. En tilboðið hljóðaði upp á tæpar tíu milljarða Bandaríkjadali (um 700 milljarða króna) í maí, en í dag er það metið á yfir þrettán milljarða Bandaríkjadala (rúmar 900 milljarðar króna.)

Deutcshe Börse dró tilboð sitt í Euronext til baka í gær.