Hagnaður Exista eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 27,6 milljörðum króna. Heildareignir í lok tímabilsins voru 374 milljarðar króna. Eigið fé var 171 milljarður króna og eiginfjárhlutfall var 46%.

Ef litið er til afkomunar á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður eftir skatta 24,3 milljarðar króna og arðsemi eign fjár nam 25% á ársgrundvelli.

Rekstarhagnaður af fjárfestingastarfsemi nam 29 milljörðum króna og rekstrarhagnaður af rekstrarstarfsemi nam 4,8 milljörðum króna frá 1. júní 2006.

?Þriðji ársfjórðungur var afar viðburðaríkur hjá Exista. Umfang starfseminnar hefur aukist umtalsvert, félagið var skráð á hlutabréfamarkað 15. september og fjöldi nýrra hluthafa hefur bæst við eigendahópinn. Hagnaður Exista á þriðja ársfjórðungi er vel viðunandi.

Verðþróun stærstu eigna var hagstæð, sem og gengisþróun krónunnar, sem hvort tveggja hafði jákvæð áhrif á afkomu félagsins. Samhliða því hefur tilkoma vátrygginga og eignaleigu styrkt tekjugrunn samstæðunnar. Markmið okkar er að breikka og efla rekstrarstoðir félagsins enn frekar á næstu misserum," segir Lýður Guðmundsson stjórnarformaður Exista.