Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista birti í dag árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2007.

Afkoma á öðrum ársfjórðungi

? Hagnaður eftir skatta 221 milljón evra

? Hagnaður á hlut 1,96 sent

? Arðsemi eigin fjár var 32% á ársgrundvelli


Helstu niðurstöður árshlutauppgjörs janúar til júní 2007

? Hagnaður eftir skatta 862 milljónir evra

? Hagnaður á hlut 7,65 sent

? Arðsemi eigin fjár var 70% á ársgrundvelli

? Hagnaður eftir skatta af rekstrarstarfsemi 210 milljónir evra

? Hagnaður eftir skatta af fjárfestingastarfsemi 652 milljónir evra

? Heildareignir námu 7,7 milljörðum evra í lok júní og jukust um 75% fyrstu sex mánuði ársins

? Eigið fé var 2,8 milljarðar evra og jókst um 49% á fyrri árshelmingi

? Eiginfjárhlutfall var 36,7% í lok tímabilsins.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður:
?Reksturinn á öðrum ársfjórðungi var traustur og skilaði Exista góðri afkomu á  fyrri helmingi ársins. Aðstæður á fjármálamarkaði hafa verið hagstæðar og hefur það greitt fyrir hraðri uppbyggingu félagsins. Markmið okkar er að skapa enn breiðari tekjugrunn fyrir Exista og að því verkefni er unnið af fullum krafti.