Hagnaður Exista eftir skatta nam 641 milljón evra eða 57,2 milljörðum króna að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Það er nokkuð yfir spám greiningardeildanna. Hagnaður á hlut var 0,06 evrur (5 krónur). Arðsemi eigin fjár 112,8% á ársgrundvelli. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi 467 milljónir evra eftir skatta (41,7 milljarðar króna. Hagnaður af rekstrarstarfsemi 174 milljónir evra eftir skatta (15,5 milljarðar króna).

Heildareignir Exista eru 6,76 milljarðar evra (593 milljarða króna) í lok mars og jukust um 54% á tímabilinu.

Eigið fé 2,64 milljarðar evra (232 milljarða króna) í lok tímabils og jókst um 39% frá áramótum

Fjármögnun félagsins á fyrsta ársfjórðungi nam 1,67 milljörðum evra.

Eiginfjárhlutfall var 39,1% hinn 31. mars sl.

?Rekstur Exista var afar traustur á fyrsta ársfjórðungi en uppgjörið í dag markar viss þáttaskil hjá félaginu. Með því að færa hlutdeild í hagnaði Kaupþings og Sampo eykst enn frekar vægi fjármálaþjónustu í tekjum félagsins og
tekjugrunnurinn styrkist. Einnig er það rökrétt skref að færa reikninga félagsins í evrum enda starfar Exista á alþjóðlegum markaði. Rekstur samstæðunnar gengur vel og horfur eru almennt jákvæðar hjá tengdum félögum.
Áfram verður byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með það að markmiði að tryggja hluthöfum trausta langtímaávöxtun," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður í tilkynningu félagsins.


Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista birti í dag kannað árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjár mánuði ársins 2007. Í samræmi við yfirlýsingar félagsins sem fram komu í síðustu afkomuskýrslu frá 8. febrúar sl. hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á reikningsskilum Exista frá og með áramótum:

Kjölfestueignir í fjármálafyrirtækjum, þ.e.a.s. í Sampo Group og Kaupþingi banka, verða hér eftir færðar með hlutdeildaraðferð í reikningum félagsins

Stjórn Exista hefur ákveðið að nýta heimild til þess að færa reikninga félagsins í evrum frá og með fyrsta ársfjórðungi 2007.