Hagnaður Olíufélagsins Exxon jókst um 55% á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Félagið er stærsta olíufélag heims.

Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 7,35 milljörðum dala eða 1,44 dollarar á hlut. Í fyrra nam hagnaður félagsins 4,73 milljörðum dala á þriðja ársfjórðungi.

Afkoma Exxon er betri en fjárfestar höfðu spáð en bætt afkoma er helst rakin til hækkunar á á olíu- og gasverði.