Olíufélagið Exxon Mobil, sem er stærsta olíufélag í heimi, hagnaðist um 40,6 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári og er það mesti hagnaður félagsins frá upphafi.

Hagnaður félagsins á fjórða ársfjórðungi 2007 nam 11,6 milljörðum dala en var 10,7 milljarðar á sama tíma í fyrra.

Hagnaður Royal Duths Shell helsta keppinautar Exxon nam aftur á móti 27,5 milljörðum í fyrra sem er met hagnaður félags sem skráð er í Bretlandi að sögn BBC.