Hagnaður Fasteignafélagsins Stoða hf. nam 4,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2006, samanborið við 775 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Heildareignir félagsins 30. júní 2006 námu 104,7 milljörðum króna en námu 72.5 milljörðum króna í árslok 2005.

Eigið fé félagsins 30. júní 2006 nam 15,3 milljörðum króna, en þar af nam hlutafé 2,2 milljarðar króna. Eigið fé í árslok 2005 nam 10,8 milljörðum króna.

Fasteignir félagsins eru verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel og vörugeymslur og er fermetrafjöldinn yfir
500 þúsund. Fjöldi leigutaka eru rúmlega 500. Meðal stærstu leigutaka má nefna Haga hf., Flugleiðahótel,
Danska ríkið og Fasteignir Ríkissjóðs. Nýtingarhlutfall fasteigna er yfir 98%. Horfur í rekstri félagsins
eru góðar, segir í tilkynningunni.

Í árslok 2005 gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme
A/S og er rekstur félagsins hluti af samstæðureikningi félagsins.

Á tímabilinu seldi félagið til Baugs Group hf. eignarhluti sína í Högum ehf. og DBH Holding ehf.