Hagnaður ítalska bílaframleiðandans Fiat meira en tvöfaldaðist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og hækkaði úr 138 milljónum evra upp í 358 milljónir evra, miðað við sama tímabil og árið á undan. Þessi góða afkoma Fiat var töluvert betri heldur en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um en þeir höfðu að meðaltali gert ráð fyrir hagnaði upp á 256 milljónir evra. Stjórnendur Fiat sögðu að helsta ástæðan fyrir þessari hagnaðaraukningu væri góð sala fyrirtækisins á smábílum í Vestur-Evrópu og í Brasilíu.