Hagnaður finnska flugfélagsins Finnair fyrir 2. fjórðung þessa árs var 13,9 milljónir evra (um 1,75 milljarðar króna) og dróst saman um tæp 50% milli ára.

Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum greiningaraðila.

Í tilkynningu félagsins segir að hátt eldsneytisverð muni valda um 30% minni sölu á seinni helmingi þessa árs en á þeim fyrri.

„Að sama skapi varð félagið fyrir skelli vegna jarðskjálftanna í Kína og ferðatakmarkana vegna Ólympíuleikanna þar í landi en Finnair hefur reynt að gera Helsinki að miðstöð fyrir styttri ferðir til Asíu en boðið er upp á annars staðar í Evrópu,“ segir í Hálffimm fréttum Kaupþings.