Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands nam 39,6 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2006 en nam 49,7 milljónum króna á sama tímabili fyrir ári.

Hagnaður fyrir afskriftir nam 63 milljónir á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 en nam 56,6 milljónum á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartekjur félagsins jukust töluvert á fjórðunginum miðað við sama tímabil í fyrra, þær námu 207 milljónum í ár en námu 155,8 milljónum á sama tímabili fyrir ári.

Eigið fé félagsins nam 368,9 milljónum á fjórðungnum en nam 329 milljónum á sama tímabili fyrir ári síðan.

Á tímabilinu rak félagið uppboðsmarkað fyrir fisk í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn og kvótamiðlun, einnig slægingar og flokkunarstöð á Rifi.