Velta Fiskmarkaður Íslands á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 332,7 milljónir króna og drógst lítillega saman frá síðasta ári. Hagnaður félagsins var 47 milljónir króna og drógst saman um tæplega 40% frá síðasta ári. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar kemur fram að gríðarlega hátt gengi íslensku krónunnar, það sem af er yfirstandandi ári, hafi komið illa við tekjulið Fiskmarkaðs Íslands líkt og flestra annara fyrirtækja í sjávarútvegi.

Tekjur félagsins dragast saman um rúmar 20 milljónir króna. Er það að mestu leyti til komið vegna lækkunar á verðmæti selds afla á milli tímabila. Á sama tíma hafa kostnaðarhækkanir verið talsverðar, til að mynda hefur verið mikil spenna á vinnumarkaði með tilheyrandi launahækkunum. Þesir liðir skýra að mestu þann mikla samdrátt sem er á hagnaði fyrir fjármagnsliði á milli tímabila.

Að undanförnu hefur átt sér stað mikil hækkun á varanlegum veiðiheimildum. Afleiðing þessa er að einyrkjar, í hvorutveggja aflamarks og krókaaflamarkskerfinu hafa selt frá sér veiðiheimildir í nokkru mæli. Þannig hafa veiðiheimilidir í báðum kerfum verið að færast yfir á færri hendur og er nú svo komið að fáir aðilar eru orðnir handhafar mikilla heimilda í krókaaflamarkinu, líkt og verið hefur um langt skeið í aflamarkskerfinu. Það er fyrirsjánlegt að þessi þróun hefur það í för með sér að framboð á fiskmörkuðum kemur til með að minnka, því að margir téðra kaupenda vinna sinn fisk sjálfir í stað þess að selja hann á frjálsum markaði. Því er ljóst að stjórnendur Fiskmarkaðs Íslands hf. verða að grípa til ráðstafana til að mæta þessum yfirvofandi samdrætti.

Ekki hefur verið um neinar fjárfestingar eða breytingar í rekstri að ræða á tímabilinu sem hafa óvænt áhrif á afkomu félagsins.

Á tímabilinu rak félagið uppboðsmarkað fyrir fisk í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík og Þorlákshöfn. Seld voru 35.394 tonn af fiski fyrir 4.190 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 118,4 Á sama tímabili árið áður hjá Fiskmarkaði Íslands hf. voru seld 36.784 tonn af fiski fyrir 4.511 millj. króna og var meðalverðið á kiló kr. 122,6.