Hagnaður banka og fjármálafyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni nam alls 80.550 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Mesti hagnaðurinn var af rekstri KB banka eða 24.766 milljónir og Burðarás skilaði litlu minni hagnaði eða 24.500 milljónum króna. Samtals eru þessi tvö félög með um 61% hagnaðarins.

Gríðarlega góð afkoma hefur verið á undanförnum misserum af rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi og hafa engin fyrirtæki skilað jafnmiklum hagnaði og KB banka og Burðarás.

Hagnaður fyrstu sex mánuði árs:

KB Banki 12.766 milljónir
Landsbanki 13.100 milljónir
Straumur fárfestingarbanki 7.630 milljónir
Íslandsbanki 10.557 milljónir
Burðarás 24.500 milljónir.