Hagnaður FL Group á fyrsta ársfjórðungi eftir skatt eykst um 158% í 15,1 milljarð króna.  Heildareignir aukast um 40 milljarða króna í 302,8 milljarða króna. Lítil breyting á eigið fé, þar sem arðsgreiðsla nam 15 milljörðum króna.  Arðsemi eiginfjár á tímabilinu nam 42,4% á ársgrundvelli og í tilkynningu félagsins kemur fram að fjárhagsstaða félagsins er sterk með 47% eiginfjárhlutfall.


Helstu viðburðir

- Eignarhlutur í Glitni aukinn í 31,97%
- Kaup á 2,99% hlut í Commerzbank að verðmæti um 63,5 milljarðar króna
- Eignarhlutur í AMR aukinn í 8,53%
- Refresco lauk þremur yfirtökum á tímabilinu ? velta félagsins orðin meiri en 1 milljarður evra
- Starfsemi eigin viðskipta endurskilgreind og nafni breytt í Markaðsviðskipti

- Kynnisferðir selt ? nettó hagnaður af sölunni nam 486 milljónum króna

Hannes Smárason, forstjóri segir í tilkynningu félagsins um uppgjörið:
,,Við erum afar ánægð með niðurstöðuna þennan fyrsta fjórðung ársins, ekki síst verulega aukningu hagnaðar. Tölurnar sýna áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, trausta fjárhagsstöðu þess og lýsa vel þeim fjárfestingakrafti sem í því býr, eftir sölu á bæði Icelandair Group og Sterling í lok síðasta árs.

Við erum fullviss um að núverandi skipulag og aðferðafræði félagsins gefi enn frekari möguleika til að nýta þau tækifæri sem upp kunna að koma í framtíðinni.?