Hagnaður Ford bílaframleiðandans drógst saman um 19% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma fyrir ári.

Minnkandi hagnaður er fyrst og fremst vegna aukinnar samkeppni frá bílaframleiðendum í Asíu. Hagnaður Ford á öðrum ársfjórðungi var 946 milljónir dollara en var fyrir ári 1,17 milljarðar. Samdráttur í hagnaði er þrátt fyrir auknar tekjur. Í yfirlýsingu frá Ford kemur fram að hugsanlega verði ekki hagnaður á rekstrinum í heild á þessu ári.

Þrátt fyrir minnkandi hagnað kom afkoman á óvart og var hagnaður á hlut 47 sent en sérfræðingar höfðu spáð að hann yrði aðeins 33 sent.