Hagnaður France Telecom minnkaði um 28% á síðasta ári, samanborið við árið 2005. Gervais Pellissier, fjármálastjóri fyrirtækisins, sagði í gær að France Telecom hygðist reyna að yfirtaka fyrirtæki í Afríku, Mið-Austurlöndum og hugsanlega Asíu, þar sem það er nú þegar með starfsemi og mest vaxtartækifæri eru til staðar. Hagnaður félagsins nam 4,14 milljónum evra árið 2006, en árið á undan var hagnaður þess 5,71 milljónir evra.