Hagnaður bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs Group jókst um 29% á fyrsta fjórðungi fjárhagsársins og nam 211 milljörðum króna, sem var talsvert yfir væntingum greiningaraðila á Wall Street.

Forstjóri bankans, David Viniar, virtist bjartsýnn um framtíðarhorfur, en vildi ekki tjá sig um hvort sveiflur á hlutabréfamörkuðum hefður áhrif á fjárfestingar bankans í stórum fjármálafyrirtækjum í Asíu.

Tekjur bankans jukust um 22% og námu 12,73 milljörðum Bandaríkjadala, en greiningaraðilar höfðu spáð að tekjurnar yrðu 10,6 milljarðar.