Hagnaður bandarísku fyrirtækjasamsteypunnar General Electric (GE) dróst óvænt saman um 6% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Í tilkynningu frá félaginu kom fram að hagnaður á fjórðungnum hefði numið 4,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða 43 sent á hlut, borið saman við 4,57 milljarða dala, eða 44 sent á hlut, á sama tíma fyrir ári.

Mest dróst hagnaðurinn saman á fjármála- og iðnaðarsviði fyrirtækisins, eða um 19% og 16%.

Í kjölfar frétta af þessu slæmu uppgjöri fyrirtækisins lækkuðu gengi bréfa um 11% í kauphöllinni í New York.

Fram kom í tilkynningu GE að fyrirtækinu hefði vegnað betur á erlendum mörkuðum heldur en á Bandaríkjamarkaði.

Stjórnarformaður og forstjóri GE, Jeff Immelt, sagði að þrengingar á fjármagnsmörkuðum og niðursveifla í bandaríska hagkerfinu hefði komið niður á fjármálastarfsemi fyrirtækisins.

„Þrátt fyrir að við séum óánægðir með afkomuna, þá eru grunnstoðir fyrirtækisins sterkar”, sagði hann.