Samkvæmt uppgjöri var hagnaður Glitnis eftir skatta 25.2 milljarða fyrstu níu mánuði ársins. Hreinar tekjur jukust um 56% á milli ára og eru þær mestu í sögu bankans. Arðsemi eigin fjár var 24.1%.

Hagnaður fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 10,4 milljörðum króna sem er aukning um 0,3% frá þriðja ársfjórðungi 2006.

Hreinar vaxtatekjur á þriðja ársfjórðungi voru 9,6 milljarðar og hækkuðu um 3% frá þriðja ársfjórðungi 2006

Á fyrstu níu mánuðum ársins myndaðist 46% af hagnaði bankans fyrir skatta af starfsemi utan Íslands