Hagnaður Glitnis [ GLB ] á fjórða fjórðungi minnkar um 70% milli ára en hagnaður fjórðungsins nam 2,5 milljörðum króna.

Kostnaðar hlutfallið fer í 79% á fjórða fjórðungi ársins úr 40% á sama tíma fyrir ári, líkt og sjá má á töflunni hér til hliðar.

Hreinar vaxtatekjur aukast um 55% milli ára í 11,9 milljarða króna.

Eignir í stýringu drógust saman um 6,7% frá fyrri ársfjórðungi, vegna sölu hlutar bankans í Glitnir Property Holding, en heildarvöxtur yfir árið nam 91% og eru nú 936 milljarðar króna.

"Þegar ég lít yfir  afkomutölurnar er ánægjulegt að sjá svo góðan vöxt í hreinum vaxta- og þóknanatekjum eins og raun ber vitni," segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í fréttatilkynningu. "Þóknanatekjur bankans voru stöðugar á  árinu og námu samtals um 37,6 milljörðum  króna, sem er um 42% aukning  frá árinu áður. Ég  er einnig  ánægður að sjá  tekjur af  kjarnastarfsemi bankans  vaxa  á  nýjan  leik  þar   sem  vöxturinn  nam  um  21%   á ársgrundvelli auk þess  sem traust útlánasafn  bankans tryggir  okkur góðar vaxtatekjur á þessu ári."

"Markaðssyllur Glitnis, sjávaraútvegur, jarðhiti og þjónustuskip  við olíuiðnaðinn hafa vaxið sem hluti af lánabók bankans, eða úr 11% árið2006 í 13% 2007.  Með því að byggja  upp sérþekkingu á þessum  þremur sviðum erum  við í  raun að  fjárfesta í  framtíðarvexti bankans. Þá hefur  Glitnir   einnig skipað sér í fremstu röð á sviði hlutabréfamiðlunar á Norðurlöndunum."

"Á árinu  2007 hefur Glitnir  fjárfest  í  ytri og  innri  vexti  og endurspeglast sá  vöxtur  m.a. í auknum kostnaði í tengslum  við samþættingarverkefni, opnun nýrra starfsstöðva auk kostnaðar sem féll til  vegna   stjórnendaskipta. Við  höfum  hinsvegar nú gert skipulagsbreytingar  sem  miða  að  því  að  auka  hagkvæmni   og kostnaðaraðhald og  gera  rekstarábyrgð, ákvarðanatöku  og  boðleiðir skýrari undir forystu stjórnenda á hverju markaðssvæði fyrir sig.""Markaðsaðstæður síðustu mánaða hafa verið öllum  fjármálafyrirtækjum erfiðar. Glitnir er  hins vegar  í góðri stöðu  til að  takast á  við núverandi aðstæður með  yfir 6  milljarða evra í  lausafé og  sterkan undirliggjandi tekjugrunn. Lánasafnið okkar er áhættudreift og  byggt á traustum og góðum eignum."

"Ég er þess fullviss að þessar áherslur í stefnu Glitnis skapa  okkur nauðsynlegar undirstöður  fyrir  frekari vöxt  á  öllum  afkomusviðum bankans", segir Lárus.