Hagnaður Glitnis fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 11,3 milljörðum króna, aukning um 34% frá fyrsta ársfjórðungi.

Á fyrstu sex mánuðum ársins myndaðist 45% af hagnaði bankans fyrir skatta af starfsemi utan Íslands.

Hreinar vaxtatekjur á öðrum ársfjórðungi voru 9,7 milljarðar og hækkuðu um 22% frá fyrsta ársfjórðungi.

Þóknanatekjur á öðrum ársfjórðungi ársins námu 8,9 milljörðum og jukust um 22% frá fyrsta ársfjórðungi.

Hagnaður á hlut var 0,66 krónur á fjórðungnum samanborið við 0,46 krónur á fyrsta ársfjórðungi

Heildareignir voru 2.335 milljarðar en voru 2.246 milljarðar í ársbyrjun 2007.

Eignir í stýringu námu 913 milljörðum en voru 541 milljarðar á 1. ársfjórðungi.

Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 13,2%, þar af A-hlutfall 9,4%.

Arðsemi eigin fjár er 24,2% .

"Við erum mjög ánægð með afkomu annars ársfjórðungs," Lárus Welding, forstjóri Glitnis. "Það sem einkum skýrir árangurinn nú er góð afkoma í Markaðsviðskiptum, góður hagnaður á Fyrirtækjasviði og mikil aukning þóknanatekna. Því til viðbótar náðist góður árangur við að framfylgja þeirri stefnu bankans að auka eignir í stýringu sem hafa tvöfaldast. Góður vöxtur er á Eignastýringasviði og samþætting starfseminnar í Finnlandi gengur vel og er á lokastigum. Á sama tíma erum við að samþætta starfsemi bankans í Noregi. Stjórnendateymi Glitnis hefur fulla trú á að tekjur bankans haldi áfram að aukast, til hagsauka fyrir hluthafa bankans. Horfur fyrir seinni helming ársins eru góðar og markmið okkar er að bankinn vaxi áfram með arðbærum hætti á öllum sviðum starfseminnar.?


Á fyrstu sex mánuðum ársins var Glitnir þriðji stærsti verðbréfamiðlari á norræna markaðnum með 6,16% markaðshlutdeild.

Samþætting starfsemi bankans í Finnlandi hefur gengið vel og er á lokastigum.

Starfsfólki bankans fjölgaði um um það bil 500 starfsmenn á fyrri helmingi ársins.

Mikil viðskipti og góð afkoma á áherslusviðum bankans; matvælaiðnaði, einkum sjávarútvegi, endurnýjanlegri orku, einkum jarðvarma, og þjónustuskipum við olíuiðnað.

Innlán jukust frá fyrsta ársfjórðungi um 11% og eru nú 552 milljarðar króna