Hagnaður Glitnis á fyrsta ársfjórðungi nam 9,1 milljarði króna eftir skatta, borið saman við þrjá milljarða á sama tíma árið 2005. Hagnaður fyrir skatta var 11,2 milljarðar króna, samanborið við 3,6 milljarða á sama tímabili 2005.

60% af hagnaði bankans fyrir skatta mynduðust af starfsemi utan Íslands á tímabilinu, eða 6,6 milljarðar króna.

Hagnaður á hlut var 0,66 krónur og hefur aldrei verið meiri.

Hreinar vaxtatekjur jukust um 73% og voru 7,8 milljarðar króna.

Kostnaðarhlutfall bankans var 34%, borið saman við 53% í fyrra.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta á ársgrundvelli var 42%, miðað við 22% á sama fjórðungi í fyrra.

Heildareignir samstæðunnar námu 1.836 milljörðum króna í lok tímabilsins og höfðu aukist um 364 milljarða frá áramótum.