Hagnaður Glitnis eftir skatta á fjórða ársfjórðungi var 9,3 milljarðar króna samanborið við 8,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2006. Hagnaður eftir skatta var 38,2 milljarðar króna árið 2006 samanborið við 18,9 milljarða árið 2005, sem jafngildir aukning um 102%.

Í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar kemur fram að hagnaður fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 11,6 milljörðum, samanborið við 10,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta var 46,3 milljarðar árið 2006, samanborið við 23,1 milljarð 2005.

Árið 2006 myndaðist 45% af hagnaði bankans fyrir skatta af starfsemi utan Íslands eða 20,7 milljarðar af 46,3 milljörðum.

Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi voru 8,4 milljarðar og höfðu aukist um 37% samanborið við 4. ársfjórðung 2005 þegar þær námu 6,1 milljarði. Hreinar vaxtatekjur voru 9,3 milljarðar á þriðja ársfjórðungi árið 2006. Hreinar vaxtatekjur voru 37,1 milljarður árið 2006, samanborið við 22,4 milljarða árið 2005.

Þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi 2006 námu 10,3 milljörðum og jukust úr 2,9 milljörðum á fjórða ársfjórðungi árið 2005. Þóknanatekjur voru 5,0 milljarðar á þriðja ársfjórðungi 2006. Þóknanatekjur námu 26,5 milljörðum árið 2006, samanborið við 8,8 milljarða 2005, aukningin um 202%