Hagnaður netfyrirtækisins Google jókst um 92% á þriðja ársfjórðungi og höfðu hlutabréf í fyrirtækisinu hækkað um 7,3% í dag, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður fyrirtækisins nam 733 milljónum Bandaríkjadala (rúmum 50 milljörðum króna), samanborið við 381 milljón bandaríkjadala (26 milljörðum króna) á sama tímabili árið 2005.

Sala fyrirtækisins jókst um 70% á tímabilinu, í 2,69 milljarða bandaríkjadala (183,8 milljarða króna.)