Rekstrartekjur Hampiðju samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins var kr. 3.313 milljónum sem er sambærileg upphæð og á fyrra ári. Hagnaður samstæðunnar á tímabilinu, fyrir afskriftir og hrein fjármagnsgjöld (Ebidta), var kr. 426 milljónir samanborið við kr. 331 milljón á sama tímabili árið áður. Þar af var söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna kr. 92 milljónir á tímabilinu en var óverulegur árið áður. Hagnaður samstæðunnar á tímabilinu eftir hlutdeild minnihlutans var kr. 191 milljón.

Heildareignir samstæðunnar voru kr. 6.898 milljónir í lok tímabilsins. Skuldir námu kr. 4.247 milljónum. Eigið fé nam kr. 2.651 milljónum króna en af þeirri upphæð eru kr. 498 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er talin með eigin fé, var í lok tímabilsins 38% af heildareignum samstæðunnar.