Rekstrarhagnaður HB-Granda fyrir afskriftir, án söluhagnaðar skipa, var 1.930 milljónir króna eða 23,6% af rekstrartekjum, samanborið við 1.647 milljónir króna eða 21,5% árið áður, segir í tilkynningu frá félaginu.

Rekstrarhagnaður félagsins af eigin starfsemi var 1.956 milljónir, sem er ríflega 900 milljóna aukning frá því árinu áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um 1.684 mkr, en neikvæð um 4.123 mkr á sama tímabili í fyrrra. Munar þar miklu um gengismun og verðbætur lána, sem voru jákvæð um 1.965 mkr á fyrri árshelmingi 2007, en voru neikvæð um 3.762 mkr árið áður.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 662 mkr á móti 1.486 mkr tapi sama tímabil á fyrra ári. Hagnaður HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi ársins 2007 nam 527 mkr eftir að tekið hefur verið tilliti til áhrifa tekjuskatts, en á sama tímabili síðasta árs varð tap að upphæð 1.221 mkr.