Breski bankinn HBOS tilkynnti um 72% í hagnaði fyrir skatt á fyrri helmingi ársins í dag. Greiðslufall hjá viðskiptavinum bankans hækkaði undirmálsskuldir bankans um 36% upp í 1,31 milljarð punda. BBC greinir frá þessu.

Þrátt fyrir mikinn samdrátt í hagnaði hækkuðu bréf HBOS í gær um 7% á mörkuðum.

Samkvæmt sérfræðingum ytra er helsta áhyggjuefni HBOS stopulli endurgreiðslur á húsnæðisútlánum. HBOS sagði að hlutfall húsnæðislána sem hefðu verið afskrifuð að einhverju eða öllu leyti nú komið upp í 21%.

HBOS bauð nýlega út hlutafé til að bæta eiginfjárstöðu sína. Bankinn varð til við sameiningu Bank of Scotland og Halifax.