Hagnaður bjórframleiðandans Heineken dróst saman um 74% á síðasta ári og nam um 209 milljónum evra en félagið þurfti að afskrifa um 757 milljónir evra vegna eigna sinni í Bretlandi og Rússlandi.

Sala Heineken jókst um 27% á síðasta ári en rekstarkostnaður jókst að sama skapi töluvert sem kemur niður á afkomu félagsins.

Hagnaður félagsins er töluvert undir væntingum en samkvæmt frétt breska blaðsins Telegraph minnkaði sala á bjór um 5,5% á Bretlandseyjum og segir blaðið að það komi helst til vegna reykingabanns á veitingastöðum og hærri skatta á áfengi.

Jean- Francois van Boxmeer, forstjóri Heineken sagði í samtali við Telegraph að hagnaður félagsins séu vonbrigði en hann treysti sér jafnframt ekki til að spá fyrir um afkomu þessa árs.