Sænski tískuvöruframleiðandinn, Hennes & Mauritz (H&M), tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins hefði hækkað um 27% á síðasta ársfjórðungi, auk þess sem sala í desember hefði aukist um 16%.

Hagnaður H&M, sem er næst stærsti tískuvöruframleiðandi Evrópu, hækkaði úr 4,3 milljörðum sænskra króna upp í 5,44 milljarða sænskra króna.

Sérfræðingar höfðu hins vegar spáð 4,94 milljarða hagnaði. Hlutabréf í H&M hækkuðu um 30% á síðasta ári og stóðu í 344,5 síðasta miðvikudag.