Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. fyrstu 9 mánuði ársins var var kr.46.180.847. Velta félagsins var 353, milljónir króna. Á tímabilinu rak félagið uppboðsmarkað fyrir fisk í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík og Þorlákshöfn. Seld voru 36.784 tonn af fiski fyrir 4.511 millj. kr. og var meðalverð á kíló 122,6 kr. Á sama tímabili árið áður hjá Fiskmarkaði Íslands hf. voru seld 30.850 tonn af fiski fyrir 4.319 millj. króna og var meðalverðið á kiló kr. 140.

Þessi niðurstaða er heldur betri en væntingar stórnenda gerðu ráð fyrir. Er niðurstaðan mjög ásættanleg, að mati undirritaðs, sérstaklega með hliðsjón af því að fiskverð heldur áfram að lækka á milli tímabila. Lækkar meðalverð selds afla úr kr. 140 í kr.122. magnið eykst hins vegar um 19,24% á milli tímabila. Þrátt fyrir þessa miklu magnaukningu hefur tekist að halda aftur af kostnaðarhækkunum og skýrir það þá hagnaðaraukningu sem verður á milli fyrstu níu mánaða ársins 2003 og fyrstu níu mánaða yfirstandandi árs. Útlitið fyrir síðasta ársfjórðung er þokkalegt, selt magn í október og nóvember er svipað og í þessum mánuðum í fyrra, þannig að haldist veður og aflabrögð þokkaleg í desember þá lýtur út fyrir að hagnaður ársins veri mjög í takt við hagnaðinn fyrstu 9 mánuðina.

Ekki hefur verið um neinar fjárfestingar eða breytingar í rekstri að ræða á tímabilinu sem hafa óvænt áhrif á afkomu félagsins.