Hagnaður H&M fatakeðjunnar jókst um 28% á fyrsta ársfjórðung þessa árs sem er meira en gert hafði verið ráð fyrir. Sala á fyrsta ársfjórðung jókst um 18%.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að aukinn hagnað megi rekja til opnana búða, netverslunar og lækkandi gengis á Bandaríkjadal.

H&M hefur hækkað um 5% í Kauphöllinni í Stokkhólm í morgun en lækkun á árinu nemur þú 10%.

Heildarinnkoma félagsins var 2,94 milljarðar sænskra króna eða um 37,7 milljarðar íslenskra króna en þegar hafði verið gert ráð fyrir 2,8 milljörðum sænskra króna.

Lækkun gengis á Bandaríkjadal hjálpar mikið til samkvæmt tilkynningu félagins en H&M kaupir mest af vörum sínum frá Asíu sem eru verðlagðar í dollurum.

H&M áætlar að opna 190 verslanir á árinu, mest af þeim í Evrópu og Bandaríkjunum en einnig eru áætlanir um að opna verslanir í Japan og Saudi Arabíu. Þá verður aukinn kraftur settur í netverslun félagsins á næstunni.