Gengi bréfa í sænsku tískuvörukeðjunni Hennes & Mauritz (H&M) féllu um tæplega tvö prósent eftir að félagið tilkynnti í gær að hagnaður þess fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi hefði aukist um 31% samanborið við sama tímabil og í fyrra. Samtals nam hagnaðurinn 731 milljónum Bandaríkjadala. Sala í maímánuði jókst hins vegar aðeins um tíu prósent, en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 14,4% söluaukningu.