Hagnaður bandaríska byggingavörusmásalans Home Depot dróst verulega saman milli ára en félagið birti niðurstöður fyrsta ársfjórðungs í dag.

Hagnaður Home Depot var á fyrsta ársfjórðung 356 milljónir Bandaríkjadala (um 26,3 ma.ísl.kr.) sem gerir um 21 cent á hvern hlut. Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra var rétt rúmlega einn milljarður dala eða um 48 cent á hvern hlut.

Þá minnkaði sala félagsins um 3,4% milli ára.

Í gær birti helsti samkeppnisaðilinn, Lowe‘s uppgjör fyrsta ársfjórðungs en hagnaður Lowe‘s dróst saman um 18% milli ára.