Hagnaður HSBC bankans, stærsta banka í Evrópu, var 10,2 milljarðar Bandaríkjadala á fyrri helmingi þessa árs. Borið saman við fyrri helming ársins 2007 hefur hagnaður dregist saman um 28%.

Um leið og uppgjörið var kynnt tilkynnti bankinn um afskriftir skulda að andvirði 3,7 milljarða dala.

HSBC er einn þeirra banka sem verða hvað verst úti vegna lánsfjárkreppunnar.

Bankinn sýndi þó í uppgjörinu sterka stöðu sína í Asíu, en lök afkoma í Bandaríkjunum dró uppgjörið niður á móti.