AMR, móðurfélag American Airlines, birti fyrst amerískra flugfélag uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung í dag. Hagnaður félagsins nam 81 milljónum Bandaríkjadala eða 5,2 milljörðum króna. það jafngildir 30 centum á hlut sem er í takt við væntingar markaðsaðila sem spáð höfðu að meðaltali 31 centa hagnaði á hlut. Tap félagsins á sama tímabili í fyrra nam 89 milljónum dala eða 49 cent á hlut að því er kemur fram í Vegvísi Landsbankans.


Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2000 sem félagið skilar hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Velta félagsins nam 5,4 milljörðum dala sem er 1,6% aukning frá sama tímabili í fyrra. Fjárfestar tóku vel í afkomu AMR og hafa bréf félagsins hækkað um rúmlega 3% það sem af er degi, en gengi félagsins hefur sveiflast mikið það sem af er ári. Hækkun frá áramótum nemur nú rúmlega 5% segir í Vegvísi Landsbankans..