IBM skilaði hagnaði umtalsvert umfram væntingar greiningaraðila á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður félagsins jókst um 26%, og hækkaði félagið nokkuð spá sína um hagnað þvert á spá Goldman Sachs, sem var birt fyrr í þessari viku.

Eins og með önnur vel landfræðilega dreifið, bandarísk félög hafði veiking dollarans mikil áhrif á afkomu IBM. Í Vegvísi Landsbankans segir að ef sé tekið tillit til gengisbreytinga hafi sala í Evrópu Mið-Austurlöndum og Asíu aukist um 4% og í Suðaustur-Asíu um 3%. Söluaukning í Bandaríkjunum nam 6%, sem er þreföld sökuaukning frá því árinu áður.