Hagnaður Icelandair Group eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2007 var 205 milljónir króna sambanborið við 1.2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Félagðið tapar þó einum milljarði króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007, samanborið við 658 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Það eru skipulagsbreytingar framundan, að því er fram kemur í frétt frá félaginu.

Heildartekjur á fyrri helmingi ársins 2007 voru 28.1 milljarðar króna en voru 24.1 milljarðar króna á sama tíma í fyrra og aukast um 17% á milli ára.

Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi 2007 voru 16.2 milljarðar króna en voru 14.5 milljarðar á sama tíma í fyrra og aukast um 12% á milli ára.

EBITDA á fyrri helmingi ársins 2007 var 1.2 milljarðar króna en 1.3 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. EBITDA öðrum ársfjórðungi 2007 var 1.3 milljarðar króna en 1.6 milljarðar króna á sama tíma í fyrra.

EBIT var neikvætt um 197 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2007 sem er 180 milljóna króna munur miðað við sama tíma í fyrra. EBIT fyrir annan ársfjórðung 2007 var 636 milljónir króna en 1.1 milljarður króna á sama tíma
í fyrra.

Eignir í lok fyrri helmings ársins 2007 námu 71.6 milljörðum króna en voru 76.6 milljarðar í lok ársins 2006.

Eiginfjárhlutfall er 33% í lok fyrri hluta 2007 en var 34% í lok ársins 2006.

Handbært fé frá rekstri á fyrri hluta 2007 3.6 milljarðar króna, en var 3.9 milljarðar króna á fyrri hluta ársins 2006.

EBITDAR á fyrri helmingi 2007 var 3.7 milljarðar króna en 3 milljarðar króna á fyrri helmingi 2006. EBITDAR á öðrum ársfjórðungi 2007 var 2.6 milljarður króna miðað við 2.5 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2006.


"EBITDA Icelandair Group á fyrri helmingi ársins er í takti við væntingar stjórnenda," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, í frétt frá félaginu. "Samt sem áður hefur gengisþróun krónunnar veruleg áhrif á
heildarafkomu félagsins.Helsta einkenni starfseminnar var mikill vöxtur í framboði og stækkun flugflota, sem gefur aukin tekjumyndunarfæri á síðari hluta ársins. Afkoma í áætlunarflugi innan Icelandair Group er undir væntingum þar sem aukið framboð hefur ekki skilað sér í þeim tekjuauka sem við gerðum ráð fyrir.

Bókanir fyrir sumarið og haustið líta vel út en áframhaldandi þrýstingur á meðalfargjaldið er fyrirsjáanlegur vegna harðrar samkeppni. Við erum að ljúka yfirtöku á tékkneska flugfélaginu Travel Service, sem kemur inn í reksturinn á síðari hluta ársins. Þetta undirstrikar öran vöxt okkar og þörfina á nýju skipulagi samstæðunar sem verður kynnt á næstu vikum. Við gerum áfram ráð fyrir  góðum hagnaði af starfseminni á árinu og betri afkomu en á síðasta ári; en ljóst er að mikil vinna er framundan ef markmið okkar eiga að nást," segir hann,