Hagnaður Icelandic Group á öðrum ársfjórðungi nam alls 125 milljónum króna að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar. EBIDTA hagnaður nam hins vegar 1.062 milljónum króna.

Vörusala nam alls 35,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi og var vöxtur tekna 18%. Hagnaður fyrir vexti nam alls 602 milljónum.

Samtals er niðurstaða á fyrri árshelmingi yfirstandandi árs:

Vörusala 72,4 milljarðar króna (745,1 milljón evra)

Vöxtur í tekjum nam 29% þar af var innri vöxtur 5%

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 2.077 milljónir króna (21,4 milljónir evra)

Rekstrarhagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) 1.185 milljónir króna (12,2 milljón evra)
Hagnaður 223 milljónir króna (2,3 milljónir evra)

Handbært fé frá rekstrar fyrir skatta og vexti 16 milljónir króna (0,2 milljón evra)
Heildareignir 88,3 milljarðar króna (908,9 milljónir evra) ? eiginfjárhlutfall 21,4%

Arðsemi eigin fjár 2,4%