Hagnaður Icelandic Group á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 nam einni milljón evra (86,7 milljónum króna) samanborið við 2,36 milljónir evra (204,6 milljónir króna) á sama tímabili fyrir ári, sem er 57% minni hagnaður.

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 10,4 milljónum evra (894 milljónir króna) samanborið við 9,1 milljónum evra (775 milljónir króna) árið áður. Ef kostnaður vegna endurskipulagningar er tekinn úr jöfnunni fer EBITDA í 11,7 milljónir evra (einn milljarður króna).

Þrátt fyrir minni hagnað jukust tekjur um 42% á tímabilinu (þar af var innri vöxtur 7%), fóru úr 269,3 milljónum evra (23,3 milljarðar króna) í 383,62 milljónir evra (33,3 milljarða króna).

Eigið fé jókst úr 10,0 milljörðum króna (116,7 milljónum evra) í 15,9 milljarðar króna (186,2 milljónir evra). Eiginfjárhlutfall nam 22,0% samanborið við 16,9% í árslok 2005. Í fjórðungnum var hlutafé félagsins aukið um 585.040.532 hluti vegna kaupa á Pickenpack-Hussmann & Hahn Seafood GmbH.

?Rekstur Icelandic Group er á réttri leið og árangur af endurskiplagningarvinnu undanfarinna mánaða er farinn að skila sér. Hátt hráefnisverð gerði framleiðslufyrirtækjum okkar erfitt fyrir í fjórðungnum og á það sérstaklega við um Icelandic Asia og Pickenpack í Þýskalandi. Eins og gert hafði verið ráð fyrir var talsvert tap á rekstri Coldwater í Bretlandi en áfram er unnið að því að bæta reksturinn þar. Í heild erum við sáttir við árangurinn í fjórðungnum og höldum okkur við rekstrarmarkmið fyrir árið 2006 sem við kynntum í mar," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, í tilkynningu.