Hagnaður stærsta fjármálafyrirtækis Hollands, ING, lækkaði um 16% á þriðja ársfjórðungi, segri í frétt Dow Jones.

Lækkun á langtímavöxtum fyrirtækisins átti þar hlut í og varaði fyrirtækið við að lækkunin muni verða þeim erfið til lengri tíma.

Hagnaður ING nam 1,57 milljörðum evra (136,3 milljörðum króna) á tímabilinu, samanborið við 1,88 milljarða evra (163,2 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra, en greiningaraðilar höfðu spáð 1,7 milljarða evru (147,6 milljarða krónu) hagnaði.