Hagnaður Intel jókst um 25% á þriggja mánaða tímabili frá apríl til júní. Metsala fartölva er það sem skýrir góða afkomu, en Intel er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heimi.

Tekjur félagins á tímabilinu voru 1,6 milljarður Bandaríkjadala, en voru 1,28 milljarður á sama tímabili í fyrra.

Intel er fyrsta stóra tæknifyrirtækið sem kynnir afkomutölur fyrir annan ársfjórðung.