Hagnaður Íslandsbanka nam 11.445 m.kr. eftir skatta á árinu 2004 sem er 96,1% meiri hagnaður en á árinu 2003. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 1.312 m.kr. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 13.689 m.kr., sem er 113% aukning frá fyrra ári. Hagnaður samstæðunnar skiptist þannig á milli banka og tryggingafélags að bankinn skilaði 7.855 m.kr. og tryggingafélagið 3.590 m.kr.

Hagnaður á hverja krónu hlutafjár var 1,13 krónur, sem er 79,4% aukning frá fyrra ári. Hagnaður var 0,12 krónur á hlut á fjórða ársfjórðungi.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 40,0% en var 30,1% á árinu 2003.

Hreinar vaxtatekjur jukust um 30,8% frá fyrra ári og voru 14.439 m.kr.

Vaxtamunur var 2,7% á árinu 2004, en 3,0% á árinu 2003.

Eigin iðgjöld námu 7.708 m.kr. á árinu 2004 og eigin tjón námu 6.822 m.kr.

Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 48,6% í bankastarfsemi og 33,6% í vátryggingarekstri.

Heildareignir námu 675 milljörðum króna 31. desember 2004 og höfðu eignir þá aukist um 52,1% frá áramótum. Heildareignir KredittBanken í árslok námu 36 milljörðum króna.

· Útlán námu 470 milljörðum króna 31. desember 2004 og höfðu aukist um 49,3% á árinu. Heildarútlán KredittBanken í árslok námu 26 milljörðum króna.

· Innlán námu 156 milljörðum í lok ársins og jukust um 44,5% á árinu.

· Fjármunir í vörslu námu 254 milljörðum og jukust um 27,9%.

· Framlag í afskriftareikning útlána nam 3.137 og hækkaði um 9,5% á milli ára.

· Eigið fé nam 50,3 milljörðum í lok ársins og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,6%, þar af A-hluti 9,4%.