Íslandsbanki skilaði góðu uppgjöri fyrir árið 2004, hagnaður rúmlega 11,4 ma.kr. og arðsemi eigin fjár um 40%. Hagnaður bankans á síðasta fjórðungi ársins var nokkuð yfir væntingum Greiningardeildar KB banka, nam 1.312 m.kr. eða um 350 m.kr. meiri en við gerðum ráð fyrir.

Veruleg aukning hreinna vaxtatekna var það sem helst kemur á óvart í uppgjörinu, til hækkunar á hagnaði bankans segir í Hálffimm fréttum KB banka. Á móti kemur að rekstrargjöld voru töluvert hærri en við áætluðum, sem og eigin tjón Sjóvá á tímabilinu en tjónahlutfall á fjórðugnum var í hærra lagi eða 107,8%. Rúmlega 800 m.kr. tap varð af rekstri Sjóvá á fjórðugnum og var afkoman því borin uppi að af bankastarfsemi á tímabilinu. Auk mikilla tjóna sem féllu til á fjórðugnum skýrist neikvæð afkoma af vátryggingareksrinum af miklum rekstrarkostnaði, breyttum endurtryggjendasamningum og neikvæðri ávöxtun markaðshlutabréfa á tímabilinu.