Niðurstöður rekstrarreiknings Íslandspósts hf. fyrir árið 2004 sýna að hagnaður af rekstri félagsins var á síðasta ári um 356 milljónir eftir skatta. Það er 10% aukning frá árinu 2003 en þá var hagnaður af kjarnastarfsemi 322 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 4,6 milljörðum á móti 4.4 milljörðum árið áður og eigið fé í árslok var 2,3 milljarðar.

Góð rekstrarafkoma skýrist einkum af auknum hagnaði af reglulegri starfsemi. Tekjur jukust um 4,5% en kostnaður eingöngu um rúm 3%.

Íslandspóstur hf. greiddi á síðasta ári 500 milljón króna arð til ríkissjóðs vegna fyrra árs. Aðalfundur Íslandspósts hf. verður haldinn 11. mars næstkomandi.