Rekstrarhagnaður bresku tískuvöruverslunarkeðjunnar Jane Norman, sem er að mestu leyti í eigu Baugs, nánast tvöfaldaðist milli ára, samkvæmt frétt breska dagblaðsins Telegraph.

Hagnaður síðasta árs, en reikningstímabilið nær  fram að 31. mars, jókst í 21,5 milljónir punda (2,6 milljarða króna), úr 9,6 (1,2 milljarðar króna) á sama tíma ári. Veltan jókst um 89% í 132,6 milljónir punda.

Baugur gekk frá kaupum á félaginu sumarið 2005.

Jane Norman var stofnað árið 1952 af Norman Freed og stílar markaðssókn sína á konur í aldurshópnum 15-25 ára.