*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 20. febrúar 2006 16:17

Hagnaður Jarðboranna jókst um tæpan þriðjung

Ritstjórn

Tekjur Jarðboranna á árinu 2005 námu 4.515 milljónum króna samanborið við 3.870 milljónir á sama tíma árið áður. Veltuaukning er því um 16,7%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.180 milljónum króna en var 936 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður, EBIT, nam 943 milljónum króna en var 734 milljónir árið áður. Aukning milli ára nemur því 28,4%.

Hagnaður tímabilsins nam 634 milljónum króna samanborið við 458 milljónir á sama tíma árið 2004.

Hagnaður á hlut var 1,61 króna samanborið við 1,15 krónu árið áður.

Samstæða Jarðborana samanstendur af fimm félögum, móðurfélaginu Jarðborunum, Iceland Drilling Ltd., Björgun, Einingaverksmiðjunni (hluta ársins) og Byggingafélaginu Húsi. Félögin eru með rekstur á Íslandi, Azoreyjum og í Ungverjalandi.