Samkvæmt ársreikningi Frjálsa fjárfestingarbankans fyrir árið 2006 nam hagnaður bankans 694 milljónum króna eftir skatta samanborið við 574 milljónir króna árið 2005 sem er aukning á hagnaði um 21%. Arðsemi eigin fjár var 18%.

Hagnaður fyrir skatta nam 844 milljónir króna og nam því reiknaður tekjuskattur 150 milljónum króna.

Hreinar vaxtatekjur jukust um 28%. Vaxtamunur var 1,8% á árinu 2006 samanborið við 2,3% árið 2005.

Aðrar rekstrartekjur námu alls 518 milljónum króna á árinu 2006 og lækka um 2,5% frá árinu 2005.

Kostnaðarhlutfall Frjálsa er nær óbreytt á milli ára en hlutfallið var 33% á árinu 2006. Önnur rekstrargjöld námu alls 437 milljónir króna samanborið við 397 milljónir króna 2005. Hlutfall annara rekstrargjalda af hreinum vaxtatekjum var 53% á árinu 2006 samaborið við 62% árið 2005.