Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan dróst saman um 84% á þriðja ársfjórðungi og að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja minnkandi hagnað til undirmálslána vestanhafs.

Hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi var 527 milljónir Bandaríkjadala sem gerir um 11 cent á hvern hlut samanborið við rúmlega 3,3 milljarða dala hagnað á sama tíma í fyrra eða 29 cent á hvern hlut.

Bankinn mun á næstunni fá um 25 milljarða dali frá bandarískum yfirvöldum og  jók hlutafé sitt um 10 milljarða króna nýlega.