Hagnaður J.P. Morgan Chase á 2. ársfjórðungi mninkaði um 53% borið saman við 2. fjórðung ársins 2007. Hagnaðurinn var 2 milljarðar Bandaríkjadala, eða 54 sent á hlut, en var á sama tímabili í fyrra 4,2 milljarðar dala, eða 1,2 dalir á hlut. Meðalspá greiningaraðila hljóðaði upp á 44 sent á hlut.

Tengt yfirtökunni á Bear Stearns bankanum er tap upp á 540 milljónir dala. J.P. Morgan hefur gengið betur að forðast skakkaföll vegna lánsfjárkreppunnar en öðrum bönkum. Hlutabréf bankans hafa lækkað um 15% á þessu ári á meðan KBW bankavísitalan hefur lækkað um 35%.

Framkvæmdastjóri bankans, Jamie Dimon, segist búast við því að efnahagsaðstæður verði slæmar út árið og verði líklega verri en þær eru nú.