Hagnaður Kaupþings á fyrsta ársfjórðungi var 18,7 milljarðar króna samanborið við 20,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþing. Hagnaður á hvern hlut er 26,1 króna samanborið við 27,4 krónur á sama tímabili í fyrra.

Þá kemur fram að hreinar vaxtatekjur jukust um 31,2% miðað við sama tímabil í fyrra en hreinar þóknunartekjur drógust saman um 11,3%.

Gengishagnaður félagsins nam 9,7 milljörðum og dróst saman um 28% á milli ára.

Rekstrarkostnaður bankans nam 21,6 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi - jókst um 21,8% frá fyrsta ársfjórðungi 2007 en lækkar um 17,0% mælt í evrum frá fjórða ársfjórðungi 2007.

Kostnaðarhlutfall á ársfjórðungnum var 47,0%

29,6% gengislækkun krónunnar á fyrsta ársfjórðungi 2008 hefur veruleg áhrif á uppgjör bankans og allan samanburð milli tímabila

Heildareignir námu 6.368,4 milljörðum króna í lok mars og drógust saman um 8,7% í evrum frá áramótum, en jukust um 19,1% í íslenskum krónum

Þá kemur fram að frá árinu 2005 hefur Kaupþing verið með misvægi í gengisjöfnuði til að verja eiginfjár hlutföll bankans gagnvart lækkun gengis krónunnar. Lækkunin á fyrsta ársfjórðungi 2008 leiðir til 72,5 milljarða króna hækkunar á eigin fé